Fréttir

Frá Draggkeppni Íslands

Nú er komið að Draggkeppni Íslands 8 .ágúst 2012.
 
Keppnin er 15 ára og verður því í hinum glæsilega  Eldborgarsal Hörpu í ár.
 
Miðaverð er 2.800 kr.
 
Meðlimir Samtakanna ´78 sem og korthafar VIP-korta Hinsegin daga fá sérkjör á miðaverði, en þeir miðar eru eingöngu seldir í miðasölu Hörpu. Miðasalan er hafin, bæði í miðasölu Hörpu, sem og á netinu; www.harpa.is og www.midi.is
 
 Kynnir kvöldsins er engin önnur en Ágústa Eva Erlendsdóttir.
 
Salurinn opnar 20:00 og hefst sýningin kl 21:00
 
Aðgöngumiði frá keppninni gildir sem ávísun á drykk á Gay46 í eftirpartýi að keppni lokinni. Ekkert kostar inn og allir velkomnir.
 
Látið ekki skemmtilegustu sýningu ársins fram hjá ykkur fara.
 
Sjáumst, Draggkeppni Íslands 
 
Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta notendaupplifun. Skoða skilmála.Loka