Fréttir

Minningarguðsþjónusta

Árleg minningarguðsþjónusta vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi verður haldin, sunnudaginn 20. maí næstkomandi. Kveikt verður á kertum til að minnast þeirra er látist hafa, einu kerti fyrir hvern einstakling sem við minnumst.

Að vanda fer athöfnin fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 14.00.

Þess má geta að minningarstund þessi er alþjóðleg og heitir hún á ensku Candlelight Memorial Day. http://www.candlelightmemorial.org/

Sr. Sigfinnur Þorleifsson  leiðir guðsþjónustuna.

Formaður Hiv-Íslands, Svavar G. Jónsson, flytur ávarp.

Hugleiðingu flytur  Sigríður Rún Tryggvadóttir guðfræðingur.

Ritningarlestur verður í höndum félagsmanna.

Tónlist: Margrét J. Pálmadóttir mætir með fagran hóp söngfugla, Ragnhildur Ísleifsdóttir söngkona flytur tvö lög, Natthawat Voramool syngur eitt lag.

Boðið verður til kaffihlaðborðs í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar að lokinni messu.

f.h. Hiv–Íslands

Einar Þór Jónsson

framkvæmdastjóri