Fréttir

Páskabingó Hinsegin kórsins

Hinsegin kórinn heldur páskabingó til styrktar Færeyjaferð

Bingóið verður haldið í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17, 2. hæð, mánudaginn 2. apríl kl. 20:00.

Glæsilegir vinningar eru í boði og er heildarverðmæti vinninga tæpar 400.000 kr.

Eitt spjald í allar umferðir kostar 1000kr.

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni.
Tilgangur kórins er að vera fordómalaus vettvangur fyrir hinsegin fólk að hittast og njóta söngs saman.
 
Kórinn er nú kominn í samstarf við LGBT Færeyjar sem standa að skipulagningu Hinsegin daga (Gay Pride) í Færeyjum, þeim fyrstu þar í landi frá árinu 2007. Réttindabarátta hinegin fólks í Færeyjum hefur dregist töluvert aftur úr miðað við önnur Norræn lönd. Hinsegin kórinn mun fara í tónleikaferð til Færeyja í júlí 2012 og syngja á Hinsegin dögum.