Fréttir

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs

Formaður

Guðmundur Helgason

Listdanskennari, danshöfundur, dansari
Var dansari við Íslenska dansflokkinn 1993-2004 og tók þátt í öllum uppfærslum hans á þeim tíma auk þess að dansa í sýningum(söngleikjum) hjá bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.  Kennari við Listdansskóla Íslands 1993-2000 og svo aftur frá 2007.  Einnig kennt hjá Danslistarskóla JSB og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hef sem danshöfundur samið fyrir sýningar Íslenska dansflokksins, Leikfélag Reykjavíkur og Nemendaleikhús LHÍ.  Er einnig að vinna að nokkrum dansstuttmyndum í að því er virðist alltof fáum frístundum. Einkaþjálfari við Equinox Fitness líkamsræktarstöðina í New York 2006-7.

Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Listdansskóli Þjóðleikhússins 1987-1991, Diplóma frá Konunglega Sænska Ballettskólanum 1993 og MFA  (Master of Fine Arts) gráða í dansi frá New York University, Tisch School of the Arts 2006.

Var ritari Félags íslenskra listdansara 1995-98 og ritari Starfsgreinaráðs í Hönnun-Listum-Handverki (á vegum menntamálaráðuneytis) 1998-2002. Formaður 7.deildar (dansara) innan Félags íslenskra leikara 2009-

Formaður félags íslenskra listdansara frá janúar 2011 og þá jafnframt því meðlimur í stjórn Bandalags íslenskra listamanna.

Guðmundur var ritari Samtakanna ´78 2010-2011 og formaður 2011-12, ásamt því að starfa með Hýrauganu, fréttabréfi.

 

Varaformaður

Anna Jonna ÁrmannsdóttirAnna Jonna Ármannsdóttir

Á þessu ári munu væntanlega taka gildi lög sem gefa transfólki jafnan rétt og annað fólk. Einnig mun líklega verða tekin afgerandi skref í átt að nýrri stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, með jafnræðisreglu sem mun taka til kynhneigðar og væntanlega kynvitundar. Þarna er um að ræða mikilvægar réttarbætur fyrir allt hinsegin fólk, ekki síst transfólk. Mér þætti mikill heiður að fá að axla þá ábyrgð, að taka á móti þessum réttarbótum sem hluti af stjórn S’78.

Réttindamál hinsegin fólks er að mínu mati mannréttindamál. Við höfum eflt verulega samvinnuna við Mannréttindaskrifstofu Íslands, og getum eflt hana enn frekar. S’78 getur einnig eflt samvinnu við önnur mannréttindasamtök. Einnig þarf að efla núverandi samstarf við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, í baráttunni gegn fátækt, fáfræði og fordómum í þróunarlöndum. Til eru ríkar og öflugar alþjóðlegar trúarhreyfingar sem notfæra sér fátækt og fáfræði almennings í mörgum löndum til að berjast gegn mannréttindum hinsegin fólks. Löndin í suðausturhluta Afríku, eru sérstakt áhyggjuefni vegna þess hvernig trúarhreyfingarnar nýta sér neyð almennings. Samtökin ’78 eru með í alþjóðlegu samtökunum ILGA sem er góður vettvangur til að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

Réttindamál hinsegin fólks eru ekki eitthvað sem við getum gengið að sem gefnu. Saga annarra landa, sýnir okkur að það sem hefur áunnist í réttindabaráttunni getur glatast þannig að það kosti mikla vinnu og dýrmætan tíma að ná þeim aftur.

Réttindamál transfólks hafa alltaf staðið mér nær, en þau eru sá málaflokkur sem er skemmst á veg kominn á Íslandi og víðsvegar annarsstaðar í heiminum.

Yogyakarta grundvallarreglurnar eru ákaflega gagnlegar í réttindabaráttu alls hinsegin fólks en þær henta sérstaklega vel fyrir transfólk.

Skortur á kynjajafnrétti, staðalímyndir, rasismi, klassismi, kynhneigðarhroki og almenn valdbeiting og kúgun, eru samfélagsmein sem skaða samfélagið í heild sinni.

Trúin á félagslegt réttlæti og áratuga reynsla af réttindabaráttu transfólks og mikil þekking og reynsla á því sviði, er það sem undirrituð mun leggja af mörkum til starfsins.

Ég er núverandi varaformaður Samtakanna ’78 og er að atvinnu kerfisstjóri hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands og er þar hluti af vefteyminu. Sú reynsla mun eflaust nýtast vel við viðhald á vef Samtakanna ’78.

Einnig hef ég reynslu af starfi samstarfsnefndar Hinsegin Daga og trúnaðarráði Samtakanna 78, verið formaður og síðar ritari Trans Íslands, og skoðunarmaður reikninga hjá dönsku samtökunum Trans Danmark og evrópsku samtökunum TGEU.org.

 

sigurdur juliusSigurður Júlíus Guðmundsson

Sigurður Júlíus Guðmundsson heiti ég og tilkynni hér með framboð mitt til varaformanns Samtakanna ´78. Ég er 31 árs, menntaður sem fjölmiðlatæknir auk þess sem ég hef lokið námi í frumkvöðlafræðum og forritun. Ég hef undanfarin 6 ár starfað við ýmis störf hjá Skjánum ehf. en er nú á milli starfa. Ég hef síðustu 10 ár starfað í ýmsu félagsstarfi þ.m.t. stjórnarsetu í Búddistafélaginu SGI á Íslandi ásamt störfum fyrir nemendafélag Borgarholtsskóla, starfsmannafélags Skjásins og Hjálparsíma Rauða Krossins svo eitthvað sé nefnt. Þá hef ég einnig verið hluti af róttæka hópnum Bleika hnefanum.

Undanfarið ár hef ég átt sæti í Trúnaðarráði samtakanna og síðar í stjórn þegar einn stjórnarmeðlimur þurfti frá að hverfa síðasta sumar. Sem mjög virkur meðlimur í trúnaðarráði var ég beðinn að taka sæti í stjórn og samþykkti ég að gera það.

Ég hef verið meðlimur samtakanna og komið að þeim með einhverjum hætti í 11 ár en nú hef ég verið mjög virkur í starfinu í um eitt og hálft ár eða frá því að ég stofnaði Hýraugað ásamt fleira góðu fólki. Ég bauð mig fram í
Trúnaðarráð til að reyna að virkja ráðið með misgóðum árangri. Eftir að ég var beðinn um að taka sæti í stjórn hef ég tekið að mér umsjón með ungliðastarfi samtakanna ásamt Fríðu Agnarsdóttur og Auði Halldórsdóttur. Ég tók sæti í lagabreytinganefnd sem hefur nú skilað af sér tillögum að lagabreytingum og verið varamaður fyrir hönd Samtakanna ´78 í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ég setti á fót videokvöld Samtakanna ´78 og tók þátt í stofnun Hinsegin kórsins og er virkur meðlimur hans. Ég hef verið mjög virkur og hef kolfallið fyrir því starfi sem hér er unnið og óska þess að halda því áfram af eljusemi og tryggð.

Ég sækist eftir varaformannsembættinu nú vegna þess að ég tel mig hafa kraft og tíma til að sinna embættinu með dug og sóma.

 

Gjaldkeri

gunnlaugur bragiGunnlaugur Bragi

Ég undirritaður, Gunnlaugur Bragi, býð mig fram til embættis gjaldkera í stjórn Samtakanna ’78 starfsárið 2012-2013.

Ég er fæddur á Höfn í Hornafirði en hef búið í Reykjavík undanfarin sjö ár. Ég er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð en stunda í dag nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.  Starfa í dag sem þjónustufulltrúi í greiðendaþjónustu Motus ehf.

Ég hef nokkuð fjölbreytta reynslu, bæði af sjálfboðnum störfum hjá ýmsum félagasamtökum og af ýmsum verkefnum hjá fyrirtækjum á ólíkum sviðum.

Í dag gegni ég embætti upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúa Landsmóts skáta (sjálfboðaliðastarf) sem haldið verður sumarið 2012; er gjaldkeri Hinsegin kórsins en er auk þess að klára þriðja kjörtímabil mitt í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

Áður hef ég sinnt ýmsum störfum fyrir Rauða krossinn og skátana. Ég er COE certified Human Rights Education Trainer og var fulltrúi Rauða kross Íslands í Palestínu snemma árs 2009.

Af vinnumarkaði ná nefna að ég hef starfað sem öryggis- og gæðafulltrúi hjá Alcan á Íslandi hf. auk þess að leysa af sem aðstoðarmaður forstjóra hjá sama fyrirtæki. Ég starfaði sem verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa tvö sumur og við bókhald og uppgjörseftirlit á fjármálasviði N1 hf. eitt sumar og í hlutastarfi einn vetur. Auk þess hef ég sinnt forfallakennslu í grunnskóla, hef reynslu af almennum þjónustustörfum og fleiru.

Fjárhagsstaða samtakanna okkar hefur á undanförnum árum verið fremur slæm og hefur það eðlilega bitnað á félagsstarfinu. Á síðastliðnu ári hefur þó mikil og góð vinna átt sér stað undir forystu Péturs Óla núverandi gjaldkera, sem lyft hefur Grettistaki í fjármálum Samtakanna ’78 sem nú líta mun betur út en oft áður og fyrir það ber að þakka. Hér á eftir mun ég nefna nokkur af þeim atriðum sem ég hyggst hafa í huga í starfi mínu sem gjaldkeri, nái ég kjöri.

Félagsgjöld

Þegar rýnt er í ársskýrslur síðastliðinna ára má sjá að greiðandi félagsmönnum hefur fækkað töluvert, eða um ríflega 32% á árunum 2008 til 2010. Er það mjög miður og vil ég á komandi ári leggja áherslu á að finna leiðir til að snúa þeirri þróun við. Innheimta félagsgjalda hefur ekki verið nægilega markviss og skýrir það eflaust lækkandi tekjur vegna félagsgjalda að einhverju leiti en að sama skapi er mikilvægt að félagsmenn sjái einhvern hag í því að greiða félagsgjöldin. Bæði getur það verið mikilvægt fyrir félagsmenn að vita í hvað félagsgjöldin þeirra fara, hvað gera Samtökin við þann pening en einnig hefur það reynst vel hjá öðrum félagasamtökum að félagsskírteininu fylgi einhverskonar hlunnindi, afsláttur hjá einhverjum verslunum eða annað slíkt. Það er möguleiki sem ég vil skoða (í því liggur þá einnig loforð að greiðandi félagsmenn fái félagsskírteinin yfirhöfuð í hendur).

Þegar harðnar í ári og tekjur fyrirtækja og félaga dragast saman er mikilvægt að leita nýrra leiða til að afla fjár og er það atriði sem þarf að skoða vel hjá Samtökunum ’78. Halda áfram að sækja um styrki eftir því sem við á, efla og kynna betur möguleika áhugasamra til að styðja félagið (m.a. með áheitum á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni, með mánaðarlegum styrktargreiðslum gegnum banka og fl.), leita leiða til að fjölga fjáröflunarleiðum og halda betur utan um þær sem nú þegar eru til staðar (t.d. Jólabingóið) og svo framvegis.

Markviss og öflug umsjón fjármuna er lykilatriði í rekstri fyrirtækja og félaga. Eins og áður segir hefur mikið þrekvirki verið unnið í fjármálum Samtakanna ’78 á undanförnu ári en mikilvægt er að sofna ekki á verðinum heldur halda við þeim árangri sem náðst hefur og halda áfram á þeirri leið. Öflug innheimta útistandandi krafna og greiðslur útistandandi skulda eftir föngum er eitt af því sem miklu máli skiptir í því samhengi til að halda fjármálum félagsins okkar á réttum kili.

Lýðræði í umsýslu og ákvörðunartöku eru ekki bara tískufyrirbæri í dag heldur þættir sem mjög mikilvægt er að skoða og virkja innan félaga og stofanana. Ég hef mikinn áhuga á að virkja áhugasama félagsmenn til aðkomu að fjármálum og fjáröflunum félagsins. Ég trúi því að félasmenn hafi áhuga á að fylgjast með gangi mála og vilji í einhverjum tilfellum leggja hönd á plóg. Því vil ég skoða möguleikann á að koma á fót fjármála- og fjáröflunarráði innan Samtakanna ’78 þar sem áhugasömum gefst kostur á að starfa með gjaldkera og framkvæmdastjóra að því sem snýr að fjármunum félagsins, leita nýrra fjáröflunarleiða og taka þátt í annarri stefnumótun á því sviði.

 

Ritari

fridaagnarsdottirFríða Agnarsdóttir

Fríða Agnarsdóttir er fædd 1974. Fríða lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1996 og B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2003. Hún starfar sem smíðakennari í Háteigsskóla en einnig sem gjaldkeri hjá Arion banka. Fríða hefur unnið á kaffihúsi Samtakanna ´78 síðan 2005, var í stjórn KMK (Konur með konum) frá 2004-2006 og í samstafsnefnd Hinsegin daga frá 2006-2009. Einnig hefur hún tekið að sér ýmis önnur verkefni fyrir Samtökin´78, KMK og Hinsegin daga. Fríða var í trúnaðaráði Samtakanna´78 2008, 2009 og 2010. Síðasta stjórnar ár hefur Fríða verið ritari í stjórn Samtakanna ’78 og býður hún sig aftur fram í starf ritara.

 

 

Meðstjórnendur

Ugla Stefanía JónsdóttirUgla Stefanía Jónsdóttir

Ugla Stefanía Jónsdóttir heiti ég og tilkynni hér með framboð mitt til einnar af þremur stöðum sem meðstjórandi stjórnar Samtakanna 78. Ég hef starfað í félagsstarfi í þágu hinsegin samfélagsins frá árinu 2010 þegar ég tók fyrst við sem formaður Samtakanna 78 á Norðurlandi, sem nú heitir HIN – Hinsegin Norðurland, sem ég var stofnadi af. Þegar ég tók við því fór ég í gang með mjög stórt fræðsluátak sem náði fram á vor 2011. Farið var víða um landið með fræðslufyrirlestra í grunnskóla og framhaldsskóla og fékk verkefnið góðar móttökur. Auk þess sinnti ég öðrum stöðum í annarskonar félagslífi, svo sem sem varaformaður í nemendaráði Verkmenntaskólans á Akureyri og ritari í Leikfélagi Verkmenntaskólans á Akureyri.

Einnig hef ég gengt stöðu ritara í Trans-Ísland í næstum því heilt ár og tók við sem meðstjórnandi Q-félagsins núna í haust. Á vegum Q-félagsins hef ég tekið þátt í allskyns starfi á alþjóðavettvangi, svo tekið þátt í og verið leiðbeinandi og stjórnandi í hinsegin sumarbúðum í Þýskalandi síðastliðinn þrjú ár. Sumarbúðirnar eru á vegum Lambda, sem er þýskt æskulýðsfélag. Einnig sit ég í stjórn ANSO fyrir hönd Q-félagins, sem er alþjóðlegt stúdentafélag sem berst fyrir réttindum hinsegin fólks víða um heim.

Ég tók virkan þátt í verkefni á vegum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem hét Margbreytileikafræðsla og var ég ein af fulltrúum Samtakanna 78 í þeirri fræðslu. Einnig hef ég tekið og tek ennþá virkan þátt í fræðslustarfi Samtakanna 78.

Einnig hef ég lengi verið talskona transfólks á Íslandi og hef komið fram opinberlega, bæði í sjónvarpi, í útvarpi og í mörgum viðtölum varðandi málefni transfólks. Ég tel mig hafa góða reynslu og mikla hæfni og hef mikið að gefa til stjórnar Samtakanna 78.
Ugla Stefanía Jónsdóttir.

 

Ragnheiður Ásta ÞorvarðardóttirRagnheiður Ásta Þorvarðardóttir

Ég er fædd 1971, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991, lauk rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1998, masters gráðu í mekatróník verkfræði frá Syddansk Universitet árið 2004 og kennsluréttindanámi 2007.
Starfaði sem raungreinakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2004-2010. Hóf störf hjá Símanum 2011 og starfa þar við rekstur internetkjarna Símans. Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og sat jafnframt í umhverfis og skipulagsráði og gegndi varaformennsku í Samfylkingarfélagi Reykjanesbæjar 2010-2011.
Árið 1993 nældi ég í konuna mína hana Brynju. Saman eigum við tvö börn, 10 ára dreng og tæplega 5 ára gamla stelpu.

Mig langar til að bjóða fram krafta mína í þágu Samtakanna 78. Ég er dugnaðarforkur, passlega ofvirk, hugmyndarík og úrræðagóð. Þeir sem þekkja mig vita líka að ég hef alltaf eitthvað til málanna að leggja og er mjög gagnleg þegar kemur að því að nördast við tölvuna, en það tel ég að geti gagnast Samtökunum 78 vel. Samtökin 78 þurfa nörd í stjórn.

Svavar Gunnar JónssonSvavar Gunnar Jónsson

Ég undirritaður Svavar Gunnar Jónsson, fullgildur félagi í Samtökunum ´78 – félagi hinsegin fólks á Íslandi, bíð mig hér með fram við stjórnarkjör til meðstjórnanda.

Er fæddur í Reykjavík 1953, alinn upp í Hafnarfirði, almenn skólaganga eftir það lokið Lögregluskóla ríkisins svo og ýmsum námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ og  Opna Háskólanum.

Í gegnum árin hef ég tekið virkan þátt í félagsmálum. Um 13 ára aldur stofnaði ég ásamt félögum mínum ljósmyndaklúbbinn Myndavélina í Hafnarfirði sem starfaði um nokkur ár. Var í stjórn Félags áhugaljósmyndara um 10 ára skeið, þar af formaður í þrjú ár. Í stjórn Lögreglufélags  Reykjavíkur 1982 – 1986, í stjórn Landsambands lögreglumanna 1984 – 1988, þar af ritari samtakanna í tvö ár.

Rit- og framkvæmdastjóri Lögreglublaðsins 1981 – 1988, skipulagði og framkvæmdastýrði 50 ára afmælissýningu LR 1985, skipulagði stjórnarfund Evrópusambands lögreglumanna í Reykjavík 1986, fulltrúi LL í valnefnd Lögregluskóla ríkisins 1986, fulltrúi í starfsmannaráði Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík 1983 – 1985.

Þátttakandi í Samráðsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík  2005 til 2009, öryggisstjóri hátíðarinnar 2006 – 2009. Í stjórn MSC Ísland líklega 2006. Átti sæti í fulltrúaráði S´78, 2006 -2007 og aftur 2008-2010. Hef einnig verið félagslegur skoðunarmaður reikninga S´78. Í stjórn HIV Ísland síðan 2005, formaður frá því í júní 2011. Kjörinn í stjórn Taílensk-Íslenska félagsin 2011 sem samskiptaritari og gjaldkeri.

Mitt aðaláhugamál í gegnum tíðina er ljósmyndum. Hef haldið eina einkasýningu en hún var í Regnbogasalnum, einnig tekið þátt í nokkrum ljósmyndasamsýningum, myndir mínar hafa einnig verið birtar í blöðum, tímaritum og sjónvarpi. Hef skrifað nokkrar greina í blöð og tímarit um margskonar efni.
Með félagskveðju,
Svavar G. Jónsson

Trúnaðarráð

Anna Pála SverrisdóttirAnna Pála Sverrisdóttir

Áfram Samtökin ´78! Ég hef ekki lagt svo mikið af mörkum til samtakanna fram að þessu, nema selja dót til styrktar Gay Pride á hátíðinni og þess háttar. En af því samtökin eru mikilvæg; af því ég er þakklát fyrir það sem þau hafa gert fyrir mig og af því mig langar til að þau séu sterk væri ég mjög til í að sitja í trúnaðarráðinu.

Ég er 28 ára gömul, lögfræðingur og fjarnemi í jafnréttisfræðum, og vinn sem sérfræðingur í Utanríkisráðuneytinu. Hef nokkuð víðtæka reynslu af félagsstörfum, blaðamennsku og stjórnmálavafstri sem ef til vill gæti nýst. Ég var einu sinni formaður Ungra jafnaðarmanna og sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna sem varaþingmaður, hef verið kosningastjóri fyrir þann flokk; blaðamaður á Mogganum í gamla daga og lögfræðingur á LÍN og Persónuvernd. Líka komið nálægt starfinu hjá hinum og þessum mannréttindasamtökum, s.s. Femínistafélaginu. Fólk og ferðalög eru uppáhalds.

 

Ásta Ósk HlöðversdóttirÁsta Ósk Hlöðversdóttir

Ásta Ósk heiti ég og mig langar til þess að bjóða mig fram í Trúnaðarráð Samtakanna 78. Ég hef unnið með ýmsum hinsegin félögum í gegnum tíðina, var formaður FSS (nú Q, félag hinsegin stúdenta) 2004-2006 og forseti ANSO, samtökum norrænna hinsegin stúdentafélaga 2004-2008. Ég er ein af stofnendum Hinsegin kórsins og núverandi formaður hans. Ég hef í vetur starfað bæði í Lagabreytingarnefnd S78 og Kjörnefnd.

Það var starfið í Lagabreytingarnefnd sem gerði það að verkum að mig langar til þess að bjóða mig nú fram í Trúnaðarráð. Ég hef setið þar áður, eða 2005-2006. Þá var skemmtilegt að vera í trúnaðarráði, ég kynntist fullt af fólki, en mér fannst ég þó ekki hafa þar raunveruleg áhrif á starf Samtakanna. Í starfi okkar í lagabreytingarnefnd höfum við verið að endurskoða Trúnaðarráðið til þess að gefa því aukið vægi og gefa meðlimum aukin tækifæri til að taka þátt í starfi Samtakanna.

Ég tel því að nú sé spennandi tími til að vera hluti af trúnaðarráðinu og taka þannig þátt í að endurmóta starfið.

 

Brad SykesBrad Sykes

Brad er fæddur í Ottawa í Kanada 11. apríl 1981. Síðan hann kom til landsins í ágúst 2005 hefur hann unnið á ýmsum ólíkum sviðum t.d. sem listdansari, listdanskennari, leikari, stuðningsfulltrúi á geðdeild Landspítalans, gestamóttökuritari á hoteli, kaffibarþjónn og allt meðfram námi í enskum bókmenntum og málvísindum við Háskóla Íslands sem hann lauk í júní 2011. Hann talar einnig íslensku og frönsku. En í náinni framtíð stefnir hann á að byrja meistaranám í alþjóðlegum málum, t.d. í þróunarfræði.

List- og menningarmál eru helstu áhugamál hans, auk þess tungumála og jafnréttindi. Sem “inn”lendingur af útlenskum uppruni hefur hann sérstöka innsýn að vera öðruvísi eða hinseginn á tvöfaldan hátt, en á sama tíma, innsýn í að sjá hvað fólk hefur sameiginlegt. Virðing, þolinmæði, tjáningarfrelsi og gagnrýnin hugsun eru undirstöður góðs samfélags og hann heldur að Ísland hefur hratt breyst í gegnum hans 7 ár á landinu, hann sjálfur þar með talinn. En lengi má gott bæta.

Brad sér fyrir sér að Samtökin78 á Íslandi geta verið miklu meira áberandi og áhrifameiri í alþjóðlegri umræðu og baráttum varðandi frelsi í öllum formum fyrir alla, ekki bara samkynhneigða eða hinsegin. Samtökin og samfélagið eiga að vera leiðarljós frelsisins. Hann vonar að hann gætir tekið virkan þátt í slíkum málum og hugsanlega í samvinnu við önnur stofnanir eins og Rauða Krossinn, Unicef og Amnesty. Hér á landi, myndi hann vilja hvetja menningar- og menntunarstofnanir að vekja athygli á stöðu jafnréttis hinsegin folks á Íslandi og um allan heim einnig til að hvetja til umbóta í þeim málum.

 

Birna Hrönn BjörnsdóttirBirna Hrönn Björnsdóttir

Í mörg ár hef ég starfað fyrir Samtökin ’78 og ætíð haft gaman af. Ég sat í trúnaðarráði og í stjórn ár í senn, sinnti fræðslustörfum og hafði umsjón með ungliðahóp Samtakanna í mörg ár. Ég hef átt sæti í samstarfsnefnd um Hinsegin daga um árabil og rak gleðistaðina Trúnó og Barböru þangað til nýlega. Ásamt unnustu minni rek ég nú hinsegin ferðaskrifstofuna Pink Iceland.

Ég er í þann mund að ljúka námi við Háskóla Íslands í hjúkrunarfræði og útskrifaðist þar á undan úr MH.
Tengsl mín við hinsegin samfélagið og áralöng samvinna hjálpar mér að vinna skemmtilega vinnu fyrir Samtökin ’78, ég er hugmyndarík og skapandi og hef mikla reynslu af því að búa til hinsegin huggulega viðburði.

 

Björn Magnús StefánssonBjörn Magnús Stefánsson

Björn Magnús Stefánsson heiti ég og fæddur á Neskaupstað 21. janúar 1985 en uppalinn á Eskifirði.
Undanfarin ár hef ég verið í háskólanámi erlendis og unnið á tímabili í Bandaríkjunum. Ég hef nýlokið masternámi í verkefnastjórnun frá Northumbria háskólanum á Englandi 2011, lauk master í alþjóða verkefnastjórnun frá Chalmers háskólanum í Svíþjóð 2010, útskrifaðist sem byggingafræðingur frá VIA háskólanum í Danmörku 2009 og fékk meistarabréf í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík 2004.

Á síðustu árum hef ég tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum bæði á vegum Evrópusambandsins og háskólanna sem ég stundaði nám við. Nýlega hef ég verið virkur stjórnarmaður hjá verkefnastjórnunarfélagi Norðaustur Bretlands (APM), en þar tók ég að mér ábyrgðarstörf og skilaði af mér góðri vinnu.

Ég er jákvæður persónuleiki sem á gott með að umgangast allar týpur af fólki og vinna í hópi. Er skipulagður, nákvæmur, drífandi og legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð. Einnig tel ég mig hafa framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfileika. Hef áhuga á útivist, vera með vinum og vandamönnum og ferðast og kynnast nýjum menningarheimum.

Seint á síðasta ári tók ég eina þá bestu ákvörðun lífs míns, sem mér þótti tími til kominn til að taka, um að koma formlega út úr skápnum og þó fyrr hefði verið. Allt mitt líf hafði ég verið utan þess samfélagslega hóp sem ég raunverulega tilheyrði. Eftir góða kynningu á starfsemi og umfangi Samtakana 78 í baráttunni um hagsmuni samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi að þá tel ég mig hafa fundið frábæran vettvang til að leggja hönd á plóg. Árangur þessa félags sýnir að við getum verið stolt af því búa hér, verið sýnileg, notið lífsins og tekið fullan þátt í íslensku samfélagi.

Ég hef gríðarlegan metnað í því að ná árangri í starfi og er mjög fær í mannlegum samskiptum. Það væri mér sönn ánægja að fá að vera hluti af því metnaðarfulla starfi sem bíður Samtakanna 78 á komandi árum og taka þátt í að styrkja stöðu okkar.

Í ljósi þess langar mig að bjóða mig fram til embættis í trúnaðarráði
Björn Magnús Stefánsson

Grímur ÓlafssonGrímur Ólafsson

Ég heiti Grímur Ólafsson og er í framboði til trúnaðarráðs S’78.

Ég er 19 ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur ég ágætis reynslu af hinsegin félagsstarfi. Sinnti 2 árum af jafningafræðslu með S’78, sat í stjórn ungliðahreyfingu S’78 í 18 mánuði og hef sitið 1 ár í stjórn Q-félag hinsegin stúdenta.

Ég býð mig fram í trúnaðarráð því mig langar bæði að kynnast starfssemi S’78 betur og einnig að reyna að auka virkni trúnaðarráðs því ég tel að trúnaðarráð eigi að vera fært um mikið öflugra starf en það hefur verið með.

Fædd á Sauðárkróki 1958, stúdent frá MA 1978, lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1983, meistarapróf í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe 1986, meistarapróf í opinberri stjórn sýslu frá HÍ 2006. Stunda nám í hagnýtri spænsku við HÍ. Gift og á þrjár dætur.

Framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands frá 1998, áður starfsmaður Staðlaráðs frá 1991 að undanskildu einu ári hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN í Brussel. Þar áður lektor í rafmagnsverkfræði við HÍ 1987-1991.

Í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga, formaður þar 1996-1997, í stjórn rafmagnsverkfræðinga deildar Verk fræðingafélags Íslands (VFÍ), formaður þar 2003-2004, í stjórn VFÍ 2005-2007, í jafnréttisnefnd VFÍ 2000-2003.

Fulltrúi Staðlaráðs í Íslenskri málnefnd 1996-2004 og frá 2011. Stjórnarformaður Löggildingarstofu 2003-2005.

Í stjórn evrópsku staðlasamtakanna CEN frá 1998, varaforseti evrópsku rafstaðlasamtak anna CENELEC 2007-2010, í stjórn alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO 2005-2006 og 2011-2012. Í stjórn austurrísku staðlastofnunarinnar ASI frá 2005. Hef kennt á námskeiðum og haldið erindi á ráðstefnum víða um heim.

Ég gekk í Samtökin ’78 og FAS, samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, haustið 2006 eftir að dóttir mín kom út úr skápnum. Hef verið í stjórn FAS frá 2007, formaður frá 2008. Hef átt sæti í trúnaðar ráði Samtakanna frá 2008. Hef reynt að koma á tengslum við erlend félög foreldra samkynhneigðra en ekki orðið ágengt nema í Þýskalandi, en þar hef ég sótt þrjár ráðstefnur þýsku foreldrasamtakanna BEFAH.

 

Gunnar Helgi GuðjónssonGunnar Helgi Guðjónsson

Gunnar Helgi Guðjónsson er 30 ára gamall myndlistarmaður. Hann hefur unnið við hinsegin málefni undanfarin ár bæði í listinni og með hinum ýmsu félögum ss. Samtökunum ´78, FSS (nú Q félag hinsegin stúdenta) og ANSO. Gunnar var varaformaður FSS og varamaður í stjórn ANSO á sínum tíma.

Hann hefur mikinn áhuga á því að leggja lóð sín á vogaskálar starfsemi Samtakanna ´78, enda þykir honum mög vænt um félagið og vill hag þess sem mestan.

 

 

hafthor lokiHafþór Loki Theódórsson

Ég heiti Hafþór Loki Theódórsson og ég vil endilega ganga til liðs við trúnaðarráð Samtakanna.

Ég er 28 ára gamall transmaður frá Reykjavík. Ég er á byrjunarstigi kynleiðréttingarferlisins í dag eftir margra ára vangaveltur um kynvitund mína og kynhneigð. Ég hef verið tiltölulega virkur innan hinsegin samfélagsins á Íslandi í mörg ár, ekki beint í neinu tilteknu hlutverki, en ég hef ávalt talið mig sem hluta af þessum samfélagshópi og fundið til mikillar samkenndar með öðru hinsegin fólki. Í dag er ég meðlimur í Hinsegin kórnum og held þar utan um alla fjáröflunarsölu.

Ég kláraði BS í landfræði sumarið 2010 og hélt þá til Englands í mastersnám í lýðheilsu-og þróunarfræðum. Ég lýk við lokaritgerðina mína í haust. Ég hef mikinn áhuga á lýðheilsumálum almennt og stefni á að vinna við þróunarstörf í framtíðinni. Réttindi hinsegin fólks skipta mig einnig miklu máli og mér þætti mjög vænt um að fá tækifæri til að vinna í þeim málum.

Samtökin 78 hafa unnið mikla og góða vinnu í þágu hinsegin fólks á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir að fá að taka þátt í þeirri vinnu. Ég held að ég hafi mikið fram að færa sem transmaður og með þá þekkingu mína á mannréttindum sem menntunin mín hefur gefið mér. Ég held að Samtökin mættu skoða betur málefni transfólks á Íslandi og einnig þeirra sem ekki passa inn í „viðurkennd“ kynhlutverk. Einnig finnst mér ástæða til að finna leiðir til að hvetja fleiri til að borga í Samtökin og þannig efla starfið enn frekar.

Kær kveðja,
Hafþór Loki

hans miniarHans Miniar Jónsson

Ég er pansexual transmaður og er giftur karlmanni (einnig pansexual) frá Kanada. Ég er hef starfað með Hinsegin Norðurlandi frá því að það var stofnað og í norðanhópnum fyrir það, bæði með þáttöku í jafningjafræðslu og sem gjaldkeri.

Ég er meðlimur og hluti af stjórn alþjóðlegrar síðu fyrir transfólk (Susan’s Place) og hef komið fram í Íslandi í Dag (með Uglu) og í DV þar sem ég hef rætt um transmálefni og hef eftir það ráðlagt fleiri en einum transmanni sem hefur síðan leitað til mín eftir aðstoð.

Ég er móðir dóttur minnar (svo lengi sem hún vil nota það orð sjálf) og vil náttúrulega að hún fái í hendurnar veröld sem að er öruggari og fordómaminni en veröldin sem ég ólst upp í og samtökin 78 (sem og hin að sínu leiti) hafa möguleikann til þess að hjálpa mér, og okkur öllum, til að upplifa það, sem sést á því sem samtökin hafa áorkað hingað til og væri það frábært að fá að taka frekar þátt í því.

Þar sem ég hef verið með hér að norðan hef ég séð hvernig samskiptin við samtökin fyrir sunnan hafa verið, en þau hafa stundum verið erfiðari heldur en þau þurfa að vera og það er náttúrulega atriði sem mér þætti gott að geta hjálpað til að bæta.

Ég er hálfgerður upplýsingafíkill en þá meina ég það að ég les „allt“ sem ég kem höndum yfir um hvert það sem ég hef áhuga á og er þannig betur upplýstur um transmálefni, bæði transmanna, transkvenna, og þeirra sem eru það er heitir „agender/androgynous“, „genderfluid“ eða „genderqueer“ (svo ég sletti aðeins), en jafnvel margir aðrir trans einstaklingar eru.

Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri en flutti suður til Reykjavíkur þegar ég var 15 ára og var það upphaf á flakki milli staða.

Flutti til Keflavíkur, þaðan aftur til Reykjavíkursvæðisins, þaðan til Hvammstanga, svo aftur suður, og svo út til Svíþjóðar þar sem ég bjó fyrst í Linköping og svo síðar í Partille (Gautarborgarsvæðisins) en þaðan fór ég aftur heim til Akureyrar fyrir rúmum fimm árum.

Ég eyddi löngum tíma í að reyna að vera eitthvað annað en ég sjálfur á þessum tíma á meðan ég var á þessu flakki en það var að mörgu leiti eiginmaður minn sem gerði mér kleift að koma almennilega út úr skápnum þannig að ég veit afar vel hversu mikils virði það er að finna ef ekki nema eina einustu manneskju sem tekur manni eins og maður er án fordóma.

Mig langar að taka þátt í því að gera það léttara fyrir aðra að vera þeir sjálfir, hver svo sem það er.
Ég ætla á að bjóða mig fram í trúnaðarráð þar sem ég hef áhuga á að taka þátt í starfi Samtakanna ´78. Ég hef áhuga á ýmiskonar jafnréttismálum og finnst spennandi að geta hugsanlega haft einhver áhrif, til dæmis varðandi málefni hinsegin innflytjenda. Auk þess finnst mér sjálfsagt að leggja eitthvað að mörkum til samtakanna, vegna þeirrar baráttu sem þau hafa staðið fyrir undanfarna áratugi og vegna þeirra réttinda sem við höfum öðlast í beinu framhaldi.

Ég er fædd 1973 í Reykjavík og hef búið þar meiri hluta ævinnar. Er í doktorsnámi við Félags- og Mannvísindadeild Háskóla Íslands og vinn samhliða því í hlutavinnu á sambýli fyrir fatlaða. Hef MA í félagsfræði frá City University London og BA í félagsfræði frá Háskóla Íslands, sat í stjórn FSS – Félag samkynhneigðra stúdenta sem nú heitir Q – Félag hinsegin stúdenta árið 2006 – 2007.

 

natan kolbeinssonNatan Kolbeinsson

Natan Kolbeinsson heiti ég og hef ákveðið að bjóða mig fram til trúnaðarráðs Samtakanna 78 fyrir komandi starfsár.
„Ungt fólk er að fjarlægjast og missa tengsl við réttindarbaráttu okkar og skiptir máli að endurheimta þau tengsl. Þótt réttindarbaráttan hefur náð langt verðum við að tryggja að sú kynslóð sem ég tilheyri nái að halda þessari mikilvægu baráttu sem eftir er hjá okkur.“

Natan Kolbeinsson er 18 ára nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hann er formaður Hallveigar ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Natan situr í stjórn Sambands Íslenskra Framhaldsskóla fyrir hönd FÁ og er formaður nemendafélags skólans. Natan starfar í vetrarstarfi jafningjafræðslunnar hjá Hinu húsinu og var jafningjafræðari þar nú í sumar. Natan er fæddur og uppalinn á Tálknafirði á sunnanverðum Vestfjörðum en hefur búið í Reykjavík í 5 ár.

 

Sigurlaug B. Arngrímsdóttir

Heiti Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir, er fædd 1962 á Akureyri en er nú búsett í Reykjavík.  Er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfa á Reykjalundi.  Hef ekki starfað með Samtökunum ’78 þrátt fyrir að hafa verið félagi í mörg ár.  Var í síðustu stjórn KMK og er félagi í  hinum geysiefnilega Hinsegin kór.

Svavar Gunnar JónssonSvavar Gunnar Jónsson

Er fæddur í Reykjavík 1953, alinn upp í Hafnarfirði, almenn skólaganga eftir það lokið Lögregluskóla ríkisins svo og ýmsum námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ og  Opna Háskólanum.

Í gegnum árin hef ég tekið virkan þátt í félagsmálum. Um 13 ára aldur stofnaði ég ásamt félögum mínum ljósmyndaklúbbinn Myndavélina í Hafnarfirði sem starfaði um nokkur ár. Var í stjórn Félags áhugaljósmyndara um 10 ára skeið, þar af formaður í þrjú ár. Í stjórn Lögreglufélags  Reykjavíkur 1982 – 1986, í stjórn Landsambands lögreglumanna 1984 – 1988, þar af ritari samtakanna í tvö ár.

Rit- og framkvæmdastjóri Lögreglublaðsins 1981 – 1988, skipulagði og framkvæmdastýrði 50 ára afmælissýningu LR 1985, skipulagði stjórnarfund Evrópusambands lögreglumanna í Reykjavík 1986, fulltrúi LL í valnefnd Lögregluskóla ríkisins 1986, fulltrúi í starfsmannaráði Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík 1983 – 1985.

Þátttakandi í Samráðsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík  2005 til 2009, öryggisstjóri hátíðarinnar 2006 – 2009. Í stjórn MSC Ísland líklega 2006. Átti sæti í fulltrúaráði S´78, 2006 -2007 og aftur 2008-2010. Hef einnig verið félagslegur skoðunarmaður reikninga S´78. Í stjórn HIV Ísland síðan 2005, formaður frá því í júní 2011. Kjörinn í stjórn Taílensk-Íslenska félagsin 2011 sem samskiptaritari og gjaldkeri.

Mitt aðaláhugamál í gegnum tíðina er ljósmyndum. Hef haldið eina einkasýningu en hún var í Regnbogasalnum, einnig tekið þátt í nokkrum ljósmyndasamsýningum, myndir mínar hafa einnig verið birtar í blöðum, tímaritum og sjónvarpi. Hef skrifað nokkrar greina í blöð og tímarit um margskonar efni.

Með félagskveðju,
Svavar G. Jónsson

Félagslegir skoðunarmenn reikninga

Sigurjón Guðmundsson

Sverrir Jónsson