Samtökin ’78 og Reykjavíkurborg

Í dag undirrituðu Samtökin ’78 og Reykjavíkurborg samstarfssamning til þriggja ára. Tekur samningurinn gildi 1. janúar 2012. Skuldbinda Samtökin ’78 sig til þjónustu við hinsegin fólk í Reykjavík ásamt fræðslu í skólum og til fagstétta borgarinnar og á móti greiðir Reykjavíkurborg Samtökunum 2.500.000.- krónur á ári samningstímann á enda. Er þetta mikið fagnaðarefni sem tryggir og eflir starfsemi S’78 komandi ár.