Q á Jafnréttisdögum HÍ

Í tilefni af Jafnréttisdögum Háskóla Íslands mun Q-Félag Hinsegin Stúdenta halda fyrirlestur um afhverju við viljum sjá orðið kynvitund inní stjórnarskrá Íslands. fjallað verður um hvaðan orðið kynvitund kemur, hverju það breytir að hafa það í stjórnarskrá Íslands, hvað gerðist á stjórnlagaráði og afhverju það komst ekki inn.

Grímur Ólafsson mun ræða hvað varð til þess að Q-Félagið fór í þessa baráttu
Silja Bára Ómarsdóttir mun ræða um umfjöllun málsins innan stjórnlagaráðs
Þá taka við pallborðsumræður

Fyrirlesturinn hefst kl 12:35 í Háskóla Íslands, Stofu 105 á háskólatorgi

Nánari uppýsingar fást hér
https://www.facebook.com/event.php?eid=260794727296858