Gakktu í bæinn!

Kæri félagi, hvar verður ÞÚ á Menningarnótt? 

 

Samtökin ’78 ætla að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og segja við gesti menningarnætur:  „Gakktu í bæinn“ 

 

Það verður opið hús frá kl 14-22 og mun fólk úr stjórn og trúnaðarráði vera á staðnum, sýna húsnæðið, kynna starfsemina og svara spurningum gesta.

  • Myndlistarsýning Körlu Daggar Karlsdóttur hangir á veggjum Samtakanna og verður listamaðurinn í húsi seinni part dags.
  • Nýstofnaður Hinsegin kór tekur lagið klukkan 17:30 
  • Trausti Laufdal trúbador spilar og syngur kl 18:30
  • Dragkóngur og dragdrottning koma í opinbera heimsókn milli klukkan 20 og 21 og aldrei að vita nema þau stigi á stokk

Píanó er á staðnum fyrir músíkalska gesti sem vilja spila og/eða syngja fyrir aðra gesti.

 

Kaffi og vöfflur í boði hússins en fólk hvatt til þess að styrkja Samtökin á einn eða annan hátt… 

 

Endilega kíkið í heimsókn og dragið með vini og vandamenn sem aldrei hafa komið í Regnbogasalinn 🙂 

 

Þá minnum við einnig á að nú eru skráðir 3 hlauparar sem hlaupa til styrktar Samtökunum ’78 í Reykjavíkurmaraþoninu.

Upplýsingar um hvernig hægt er að heita á þá má finna HÉRNA  

Ef allir félagsmenn og velunnarar samtakanna heita, þó ekki væri nema 500 krónum, á hlauparana þá myndi það laga fjárhagsstöðu félagsins mjög mikið.