Hátíðarkaffi 23. júní, 2011 Mánudaginn 27.júní bjóða Samtökin ’78 í hátíðarkaffi í Regnbogasal og höfum við margar ástæður til þess að fagna. Í ár eru 42 ár liðin frá Stonewall uppreisninni frægu sem markar upphafið að mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Þá eru 15 ár liðin frá gildistöku laganna um staðfesta samvist og eins hafa aðrar réttarbætur okkar tekið gildi á þessum degi, síðast með einum hjúskaparlögum fyrir ári síðan. Þá hafa samtökunum borist píanó að gjöf sem við ætlum að vígja þetta kvöld. Húsið opnar klukkan 17 og tilvalið fyrir þá sem vilja að kíkja við eftir vinnu. Annars hefst stutt dagskrá klukkan 20:30 með smá tölu formanns. Við ætlum að vígja píanóið. Tilkynnt verður hverjir hljóta Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 árið 2011 en þau verða svo afhent á opnunarathöfn Hinsegin daga 4. ágúst í Háskólabíói. Margrét Eir og Gísli Magnason munu taka nokkur lög fyrir okkur og svo er sviðið opið fyrir þá sem vilja gleðja okkur hin með ljúfum tónum á píanóið góða… Kaffiveitingar í boði Hlökkum til að sjá ykkur Stjórnin