Föstudagurinn langi 12. apríl, 2011 Á föstudaginn langa munu meðlimir Samtakanna ´78 ásamt vinum og velunnurum sjá um upplestur á Passísálmum Hallgríms Péturssonar í Grafarvogskirkju. Upplesturinn hefst kl: 13 og mun standa fram eftir degi. Einnig munu við þetta tilefni vera frumflutt tónverk innblásin af Passíusálmunum, samin sérstaklega af hýrum tónskáldum. Það er okkar von að dagurinn verði í alla staði hátíðlegur, fallegur og ekki síst með „hýrum“ brag og hvetjum við alla til að koma við í Grafarvogskirkju og hlýða á upplestur og fallega tónlist. Þeir sem vilja taka þátt í upplestri, skipulagningu eða koma að framkvæmd þessa dags á einhvern hátt eru hvattir endilega til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra í síma 552-7878 eða í gegnum tölvupóst; skrifstofa@samtökin78.is