Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri

Árni Grétar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Haukur Árni mun ljúka störfum mánudaginn 31. janúar og Árni Grétar taka við þriðjudaginn 1. febrúar. Árni Grétar mun vera í 50% starfi hjá Samtökunum ´78. Árni Grétar er leikstjóri að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri fyrir nokkrar leiksýningar sem og leikstýrt nokkrum verkum. Árni Grétar hefur starfað hjá skemmtistaðnum Barbara og einnig hjá Íþrótta og tómstundaráði Reykajvíkurborgar. Við bjóðum Árna Grétar velkominn til starfa.