jólaball Samtakanna ´78 verður haldið laugardaginn 18. desember á veitingastaðnum Potturinn og Pannan við Skólabrú. Ballið verður á 2 hæðum og verður skipt þannig að á efstuhæðinni verður dúndrandi tónlist þar sem allir geta dillað sér í takt, í kjallaranum verður rólegri tónlist þar sem fólk getur setið og spjallað saman. Miðaverð er 1000 krónur fyrir félagsmenn og er mikilvægt að fólk mæti með félagsskríteinin sín og ef fólk á eftir að borga félagsgjaldið fyrir árið 2010 þá er hægt að gera það um leið og fólk kaupir miða í forsölu Þeir sem ekki eru félagar í S78 borga 1500 krónur inn. Ballið er einn af stóru styrktarliðum fyrir Samtökin ´78. Ballið byrjar klukkan 23:00 og líkur klukkan 03:00 en þá er Barbara ennþá opin og allir hýrlingar geta skundað þangað til að halda gleðinni áfram. Ef þú vilt vera sjálfboðaliði á ballinu þá endilega sendu mér tölvupóst á skrifstofa@gamli.samtokin78.is