Fréttir

Góugleði KMK

Hin óviðjafnanlega árlega Góugleði veður að þessu sinni haldin á Skólabrú laugardaginn 6. mars. Miðaverð verður það sama og í fyrra kr. 5.500.- þrátt fyrir að allt annað hafi hækkað á okkur í þjóðfélaginu…..Dagskrá hefst að venju með fordrykk kl. 19.00.

Forréttur:
Sjávarrétta Sinfónía
(Skötuselur, Tígrisrækja,, humar á spjóti, ferskt salat með austurlenskri dressingu)

Aðalréttur:
Glóðaður lambavöðvi m/brúarkartöflu, madeira soðgljáa, ristaðri papriku og fersku salati.

Á eftir er boðið upp á kaffi og heimalagað konfekt.

Sjö kvenna nefnd undir styrkri stjórn Boggu Ísleifs vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu og dagskráin verður ekki af verri endanum.

Viðburðurinn á síðu á fésbók, þar er hægt að skrá sig eða senda okkur tölvupóst á kmk@kmk.is
http://www.facebook.com/home.php#/event.php?eid=274824202764&ref=ts  Góugleðin er einn af hápunktum í starfi KMK og er um að gera að láta ekki þennan árlega viðburð fram hjá sér fara. Kveðja Góugleðisnefnd KMK 2010

Þessi vefsíða notar vefkökur til að bæta notendaupplifun. Skoða skilmála.Loka