Nýtt efni á bókasafni Samtakanna ´78 28. janúar, 2010 Töluvert af nýju efni er komið inn á bókasafn Samtakanna ´78. Um er að ræða fræðibækur, skáldsögur og DVD myndir. Verðlaunastuttmyndin „Mamma veit hvað hún syngur“ er nú t.d. fáanleg á safninu. Annars er sjón söguríkari! „Mamma veit hvað hún syngur“ er tæplega 25 mínútna löng mynd og var frumsýnd á stærstu kvikmyndahátíð heims FRAMELINE í júní síðastliðnum í San Francisco. Síðan hefur hún farið á fjölda kvikmyndahátíða,bæði í Bandaríkjunum,Evrópu og alla leið til Nýju Delhi á Indlandi. Næstu sýningar eru á kvikmyndahátíðum í Bilbao,Amsterdam,Melbourne og Þessalóniki.Mamma veit hvað hún syngur, fékk áhorfendaverðlaunin í Hamborg og Madrid á síðasta ári.Aðalleikarar myndarinnar eru þau Helga Braga og Víðir Guðmundsson.En einnig má þar sjá þekktar persónur svo sem Coco og Pacas.Myndin fjallar um ráðríka einhleypa móður sem eyðileggur öll ástarsambönd sonar síns,því hún vill eiga hann ein. Kvöld eitt segir hann henni að hann sé ástfanginn af öðrum strák og þá verður breyting á sambandi þeirra.Leikstjóri er Barði Guðmundsson leikari og flugþjónn. Framleiðandi er Hrafnhildur Gunnarsdóttir hjá Krummafilms og aðstoðarleikstjóri er Harpa Másdóttir.Myndina er hægt að leigja á bókasafni Samtakanna78 eða kaupa á aðeins 1500 krónur. Hana er líka hægt að nálgast hjá leikstjóra bardigum@hotmail.com.