Aðalfundur Samtakanna fer fram 20. mars n.k. 15. janúar, 2010 Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn laugardaginn 20. mars næstkomandi kl. 13. Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna ´78 að Laugarvegi 3, 4. hæð. Dagskrá fundarins er eins og hér segir: 1. Skipan fundarstjóra og fundarritara2. Lögmæti aðalfundar staðfest3. Skýrsla stjórnar, nefnda og starfshópa4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram6. Laga- og stefnuskrárbreytingar7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda8. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð9. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga10. Önnur mál Stjórn Samtakanna ´78 hefur skipað kjörnefnd sem lýsa skal eftir og vinna að því að framboð berist til kjörs stjórnar og tíu félagsmanna til að sitja í trúnaðarráði svo og félagslegra skoðunarmanna reikninga. Kjörnefndina skipa: Alfreð Hauksson, Heiðar Reyr Ágústsson og Kristín Sævarsdóttir. – Stjórn Samtakanna ´78