Samtakapartý 3. október á Batteríinu

Dansþyrstir hommar og lesbíur, tvíkynhneigðir og transexúal fólk og vinir þeirra ættu því að taka frá laugardagskvöldið 3. október, því þá munu Samtökin 78 halda svakalega hýrt partí-dansi-dilli-bossa-ball á Batteríinu í Hafnarstrætinu 1-3.

Húsið opnar um 23:59 og til að halda uppi stuðinu og sjá til þess að engum leiðist verður enginn annar en DJ Dramatík* (dj Amman/Ísar Logi). Óvæntir gestir munu síðan koma fram á kvöldinu til að auka enn á gleðina. Staðurinn verður skreyttur upp í topp og allt gert til þess að auka ánægjuna fyrir einbeitt skynfæri…

 

1200 kr. inn. 800 kr. fyrir félagsmenn Samtakanna ´78 við framvísun félagsskírteina. Fögnum því að kertaljósatímabilið er að byrja og styrkjum starfsemi Samtakanna í leiðinni. Samtökin 78