Í kvöld kl. 20 mun verða formleg opnun á sýningu Friederike „Freddy“ Hesselmann í Regnbogasal Samtakanna ´78. Freddy mun kynna myndir sínar og útskýra hvernig þær gegna hlutverki sviðsmyndar á leiksýningu sem hefst í næsta mánuði í Gautaborg. Leikstjóri þeirrar sýningar, Johanna Ljunggren, mun ennfremur halda stutt erindi með aðstoð tölvutækninnar. Freddy er hins vegar margt til lista lagt og mun einnig lesa upp úr eigin skáldsögu auk þess að hafa fallega skartgripi til sölu á afar góðu verði. Sjón er söguríkari. Léttar veitingar verða í boði fyrir gesti. Nánari upplýsingar um sýningu Freddy má finna hér