Fréttir

Mamma veit hvað hún syngur

Mynd Barða Guðmundssonar sem framleidd er af Hrafnhildi Gunnarsdóttur (Krummafilms) Mamma veit hvað hún syngur hefur vakið töluverða athygli á Hinsegin Bíódögum sem nú standa yfir. Mynd Barða fjallar um Nönnu, einstæða móður sem býr með Guðna Geir, syni sínum, í miðborg Reykjavíkur. Þó að pilturinn sé kominn á þrítugsaldur heldur Nanna fast í einkasonininn og virðist staðráðin í að hrekja alla hugsanlegar tengdadætur í burtu. En dag nokkurn tekur samband þeirra mæðgina óvænta stefnu þegar Guðni Geir játar fyrir mömmu hvaða mann hann hafi að geyma. Síðasta sýning myndarinnar á Hinsegin Bíódögum er miðvikudaguinn 23. september, kl. 14:00 í Hafnarhúsinu.

Barði Guðmundsson er lærður leikari en hefur starfað sem flugþjónn um árabil. Handritið að myndinni skrifaði Barði á löngum flugum þegar tími gafst til en útkoman hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Myndin var fumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð samkynhneigðra í San Francisco í júní fyrir troðfullu húsi og fékk þar frábærar viðtökur. Í kjölfarið var myndin bókuð á fjölda kvikmyndahátíða útum allan heim, m.a. í Osló, Hamborg og Palm Springs (www.visir.is segir frá)