DR. SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR KYNNIR BÓK SÍNA „ÁST, KYNLÍF OG HJÓNABAND“ MIÐVIKUDAGSKVÖLD, 12. NÓVEMBER 11. nóvember, 2008 Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir kynnir bók sína „ást, kynlíf og hjónaband“ á nóvemberfundi FAS í Regnbogasal Samtakanna ´78 á Laugavegi 3 miðvikudagskvöldið 12. nóvember kl. 20:30. Foreldrar og aðstandendur sam- og tvíkynhneigðra eru sérstaklega boðnir velkomnir. Sólveig Anna hefur um árabil ritað um ást, kynlíf og hjónabönd homma og lesbía. Því er mikill fengur að fá loks allt í þessari góðu bók. Eftir kynninguna verður hægt að festa kaupa á bókinni á staðnum. FAS