JÓLABINGÓ SAMTAKANNA ´78 Í IÐNÓ

Jólabingó Samtakanna ´78 er ávallt einn fjölsóttasti atburður ársins hjá félaginu. Sökum þessara miklu vinsælda hefur jólabingóið raunar sprengt af sér öll fyrri húsakynni og verður nú haldið 4. desember kl. 20  í Iðnó. Fjöldi glæsilegra vinninga er í boði eins og endranær. Stjórn jólabingósins verður í höndum Stuðboltanna Jóns Þórs og Söru Daggar.