HINSEGIN DAGAR Í REYKJAVÍK KYNNA 29. júlí, 2008 Þjónustumiðstöð Hinsegin daga á Laugavegi 33 mælist vel fyrir og þar er straumur fólks alla virka daga. Þessi fyrsti vísir að kaupfélagi hinsegin borgara er opinn alla vikuna og síðan alla næstu helgi, Verslunarmannahelgina, laugardag og sunnudag og mánudag milli kl. 13 og 18. Hinsegin dagar í Reykjavík kynna Þjónustumiðstöð Hinsegin daga á Laugavegi 33 mælist vel fyrir og þar er straumur fólks alla virka daga. Þessi fyrsti vísir að kaupfélagi hinsegin borgara er opinn alla vikuna og síðan alla næstu helgi, Verslunarmannahelgina, laugardag og sunnudag og mánudag milli kl. 13 og 18. Vakin er sérstök athygli á því að upplag VIP-korta er í takmörkuðu upplagi eins og hin fyrri ár. Á síðasta ári fengu færri kort en vildu, enda ótvíræður gróði að því að kaupa kort, ætli fólk sér á annað borð að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum. Þau veita ókeypis aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar auk blands í poka, þar á meðal er bolur hátíðarinnar, óvenju fallegur í þetta sinn. Stjórnendur hátíðarinnar hvetja velunnara Hinsegin daga til að tryggja sér kort í tíma. Hægt er að leggja inn pantanir í síma 841 0110, en aðeins er hægt að geyma þær fram til 4. ágúst vegna mikillar eftirspurnar. Í Kaupfélagi hinsegin borgara á Laugavegi 33 er líka fjölbreytt úrval af hinsegin gæðavarningi sem ekki hefur fyrr sést á markaði hér á landi. Sjón er sögu ríkari. Þar er ávallt heitt á könnunni, og aukin heldur íspinnar og svaladrykkir fyrir þau sem telja sig þurfa að kæla ástríðurnar. Engin stórhátíð er haldin án fórnfúsra sjálfboðaliða. Hinsegin dagar lýsa enn eftir dugandi sjálfboðaliðum sem vilja leggja lið við götusölu, miðasölu á tónleikum og aðstoð á glæsilegri opnunarhátíð í Háskólabíói. Þau sem finna hvöt hjá sér til að leggja fram krafta sína í 2–3 tíma á hátiðinni, hafið sem allra fyrst samband við Þorvald Kristinsson á netfanginu torvald@islandia.is eða í síma 562 9695. Eins og hin fyrri ár umbunum við sjálfboðaliðum okkar ríkulega af hinsegin rausn. Hinsegin dagar í Reykjavík