GOLFMÓT KMK 14. JÚLÍ – GOLFVELLI ÁLFTANESS

Golfmót KMK verður haldið á Golfvelli Álftaness, mánudaginn 14. júlí kl. 18:00. Leiknar verða 9 holur. Fyrirkomulag mótsins verður svokallað Texas Scramble.

Golfmót KMK verður haldið á Golfvelli Álftaness, mánudaginn 14. júlí kl. 18:00. Leiknar verða 9 holur. 

Fyrirkomulag mótsins verður svokallað Texas Scramble. Í Texas Scramble spila tvær og tvær saman og munum við velja vana og óvana saman í lið fyrir þetta mót. Báðir aðilar slá alltaf boltanum. Eftir hvert högg er betri boltinn valinn. Sú sem á þann bolta slær á undan en hin stillir sínum bolta upp innan skorkortslengdar frá þeim stað sem hin sló og slær á eftir henni. Þetta er svo endurtekið út holuna. Passa þarf að merkja alltaf staðinn með tíi áður en fyrri boltinn er sleginn og má sú sem slær á eftir ekki stilla boltanum upp framar en fyrri boltinn hafði legið.

Við ætlum að eiga frábæra kvöldstund saman og viljum hvetja allar konur, vanar og óvanar, til að skrá sig í mótið. Þær sem eiga ekki kylfur eða kúlur geta örugglega fengið lánað hjá liðsfélaga sínum og því er skortur þar á engin afsökun.

Golfvöllurinn er frekar lítill með stuttum holum og því þarf heldur enginn að óttast stærð vallarins.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í keppni með og án forgjafar. Verðlaunaafhendingin verður haldin strax að móti loknu. Dregið verður úr skorkortum hjá þeim sem fylgjast með verðlaunafhendingunni.

Þátttökugjald er 1000 kr. Skráning fer fram á golfmot@mail.com.

Golfklúbburinn Álftanesi
Álftanesvöllur
IS-225 Bessastaðahreppur
Sími: 856 2702

Kveðja,
Mótsnefndin