13. Stjórnarfundur

Fundargerð

13. fundur stjórnar

Starfsárið 2019-2020

30. janúar 2020

Mætt: Þorbjörg, Bjarndís, Marion, Rósanna, Rúnar, Daníel, Edda 

Ritari: Bjarndís 

Fundur settur: 16:17

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Heimsókn frá nýjum starfshópi um félagsmiðstöðina

Oktavía (hán/hún) og Guðmunda Smári (þau/héð) koma frá nýstofnuðum starfshópi um félagsmiðstöðina og hinsegin ungmennastarfs almennt og deila hugmyndum sínum og athugasemdum. Þau lýsa ánægju með skjót viðbrögð stjórnar við bón þeirra um áheyrn.

Upphafið er að ákveðnum hóp þykir sumir hlutir megi vera betri í hinsegin ungmennastarfinu. Í hópnum er aðallega fólk sem starfar innan félagsmiðstöðvarinnar. Hópurinn telur 5-6 einstaklinga en hefur enn ekki haft tíma til að móta sér ákveðna starfsstefnu enda er þetta allt mjög nýtilkomið. Það sem sameinar hópinn framar öðru er ósk um samráð og samskipti við stjórn og innan félagsmiðstöðvarinnar. Starfshópurinn mun funda og senda punkta á stjórn.

Stjórn fagnar stofnun starfshóps og sér að þetta frumkvæði getur verið til mikils gagns fyrir félagsmiðstöðina og annað ungmennastarf fyrir hinsegin ungmenni.  

3. Listráð

Ný stjórn taki upp stofnun listráðs.

4. Aðalfundur

Framkvæmdastjóri upplýsir um stöðu á undirbúningi fyrir aðalfund og stingur upp á að stjórn hafi vinnufund þar sem fundur verður skipulagður nánar. Lagabreytinganefnd og kjörnefnd eru á réttum stað í sínum verkefnum og mikil spenna fyrir aðalfundar-helginni. 

Framkvæmdastjóri minnir stjórn á að líta yfir ársskýrslu og bæta við þar sem við á. Sér upplýsingavefur verður www.adalfundur.samtokin78.is. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir helginni.

5. BUGL

Framkvæmdastjóri fór á fund með stjórnendum BUGL. Trans Ísland, Trans vinir, Sigga Birna og Samtökin sendu bréf á BUGL og fengu á framhaldinu fund. 

Fundurinn var góður. Viðvarandi mannekla er á BUGL sem veldur því að transteymið var lagt niður. Niðurstaðan er að Samtökin og BUGL þurfi að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld. 

6. Blóðgjafir

Samtökin 78 þurfa að marka sér skýra stefnu í málum homma og karla sem sofa hjá körlum, en sá hópur fær ekki að gefa blóð nema eftir langt skírlífistímabil. Stjórn ræðir leiðir til þess að heyra frá þeim hópum sem stefna blóðbankans snertir um hver stefna félagsins ætti að vera.

Samþykkt er að fara í stefnumótun. Fyrsta skrefið er að skoða hvað hefur verið gert í þessum málum hjá nágrannalöndum okkar. 

7. Lagabreytingar

Lagabreytinganefnd hefur skilað inn tillögum til samþykktar.

Formaður fer yfir athugasemdir með stjórn og ýmis atriði rædd. 

8. Erindi frá Maríu Hjálmtýsdóttur

Erindi tekið fyrir, formaður svarar erindinu.

9. Fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjóri fer yfir bætta fjárhagsáætlun og leggur fyrir stjórn til samþykktar. Fjárhagsáætlun samþykkt.

10. Ráðgjafaþjónusta – ráðgjafar

Framkvæmdastjóri upplýsir um nýjan ráðgjafa, Wieslaw Kaminski, en hann er meðferðarfræðingur og talar bæði ensku og pólsku. Farið yfir mál ráðgjafaþjónustunnar og stöðu ráðgjafanna innan Samtakanna.

11. Fréttir frá starfsfólki

Framkvæmdastjóri deilir fréttum frá starfsfólki. 

12. Nýr vefur

Framkvæmdastjóri sýnir stjórn nýjan vef Samtakanna, en hann er kominn vel á veg. Bravó!

12. Önnur mál

Skírteini fyrir starfsmenn.

Fleiri stjórnarfundir.