Fundargerð
11. fundur stjórnar
Starfsárið 2019-2020
27. nóvember 2019
Mætt: Þorbjörg, Rúnar, Daníel, Tótla, Bjarndís, Edda, Rósanna, Unnsteinn, Sigurður Júlíus, Sólveig Rós
Ritari: Unnsteinn og Bjarndís
Fundur settur: 18:05
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt. - Fjáröflunarnefnd
Fjáröflunarnefnd hefur nú prófað að hringja út sem sjálfboðaliðar. Lagt er til að framkvæmdastjóri fari í samningaviðræður við Takk (fyrirtæki sem vinnur við að hringja út) eftir áramót. Stjórn ræðir málin og samþykkir það. - Sjálfboðaliðakvöldverður o.fl.
Rætt að halda sjálfboðaliðakvöldverð þann 18.janúar og stefnt að því að poppa uppá þennan viðburð, Sjúlli og Edda fljót að bjóða sig fram í að aðstoða starfsfólk við viðburðinn. Rætt um tilhögun, hvaða sjálfboðaliðum ætti að bjóða og hvaða viðmið eigi að liggja undir. - Aðgengi að viðburðum
Rætt um hvaða aðgengisviðmið ættu að vera á viðburðum á vegum Samtakanna ´78
Eftir að framkvæmdastjóri hefur skannað fundargerðir frá Aðalfundum og stjórnarfundum síðustu ára kemur í ljós að það er stjórnar hverju sinni að ákveða viðmiðin.
Lagt er til að lögð séu drög að aðgengisstefnu og að út frá henni séu viðmið og tékklistar settir upp. - Tillaga frá félagsmanni (aðild að ÖBÍ)
Félagi í Samtökunum ´78 lagði til að Samtökin myndu sækja um sem aðildarfélag að ÖBÍ. Stjórn felur formanni að leggja til við félagann að þetta erindi verði lagt fyrir aðalfund 2020. - Lagabreytinganefnd: Staðfesting og umræða
Marion hefur fundið tvo aðila með sér: Katrínu Oddsdóttur og Viðar Eggertsson. Ýmis atriði sem bæta má í lögunum voru rædd. - Kynskráning – fjöldi fyrirspurna
18 mánuðum eftir gildistöku nýrra laga um kynrænt sjálfræði þurfa stofnanir að vera með þriðja möguleika í kynskráningu. Fjöldi fyrirspurna hefur borist til fræðslustýru. Rætt um mögulegt samráð og viðburð eftir áramót. - Norrænn fundur
Norrænu félögin hittust á ILGA Europe. Dönsku samtökin vilja bjóða S78 og öðrum hinsegin félögum á Norðurlöndunum í heimsókn til sín í Danmörku. Mikilvægt að tengjast betur öðrum hinsegin samtökum á norðurlöndunum. Stjórn sýnir því mikinn áhuga. - Viðburðir
Kynheilsa PrEpp og HIV, viðburðurinn verðir haldinn í janúar/febrúar 2020
Viðburður um heimilisofbeldi
“Þinn réttur gagnvart lögunum”
Stuðningshóp fyrir aktivista “Hvað viljið þið?”
Kvöldverður sjálfboðaliða í janúar
Bleikþvottarviðburður
Lögreglan hefur áhuga á að funda með hinsegin samfélaginu
Bókaspjall og jólaglögg Samtakanna þann 12. desember
Jólabingó Samtakanna í Vinabæ
Tímasetningar ræddar. - Handtaka á Hinsegin dögum
Formaður upplýsir stjórn um stöðu mála vegna handtökunnar á Hinsegin dögum. Stjórn ræðir mikilvægi þess að finna leiðir til þess að ekkert þessu líkt komi aftur upp. Mikill vilji allra að eiga það samtal. - Þjóðkirkjan
Formaður og framkvæmdarstjóri funduðu með fulltrúum þjóðkirkjunnar eftir að grein frá þeim birtist í Fréttablaðinu. Formaður upplýsir stjórn um þann fund. Stjórn styður þá afstöðu formanns og framkvæmdarstjóra að umræðan um framkomu þjóðkirkjunnar í garð hinsegin fólks sé mikilvæg. Vilji er til að græða sárin en ekki er hægt að gera það án þess að allt komi upp á yfirborðið. Formaður og framkvæmdastjóri halda áfram að forma þá vinnu. - Fjármál, staða samninga
Framkvæmdastjóri deilir gleðifréttum með stjórn, en í dag voru samþykkt fjárlög næsta árs og munu Samtökin 78 fá 20.000.000.- á árinu 2020. Stjórn fagnar þessu ákaft enda mörg verkefni sem ríður á að komist í gang.
Samingar við ríki og borg eru enn í ferli. - Hælisleitendur
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála. Verið er að leita leiða til að þjónusta hælisleitendur á sem bestan máta. - Önnur mál
Kynrænt sjálfræði. Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála, allt er á réttri leið.
Jólafögnuður S78. Stjórn og starfsfólk hittist og borðar saman fyrir jólin.
Starfsmannamál rædd.
Næsti stjórnarfundur, fimmtudaginn 9. janúar 2020