Fundargerð
10. fundur stjórnar
Starfsárið 2019-2020
31. október 2019
Mætt: Þorbjörg, Rúnar, Daníel, Heiðrún, Bjarndís, Edda, Rósanna, Unnsteinn, Sigurður Júlíus
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 17:05
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt. - Félagsfundur
Farið yfir dagskrááætlun. Rætt hvernig boða á til félagsfundar svo lögin séu uppfyllt. - ILGA Europe
Þorbjörg, Daníel og Marion voru á ILGA.
Farið yfir það sem upp úr stóð. Mikil gróska í Bi+ starfi út um allt sem er mikill innblástur fyrir stjórn Samtakanna 78 að efla starf Bi+ fólks á Íslandi.
Uppgangur hægri öfgaafla í Evrópu sem ógnar tilveru hinsegin fólks. Gerð var könnun í fyrra og endurtekið nú í ár sem sýna að hinsegin fólk á meira og meira undir högg að sækja.
Lögð voru drög að norðurlandasamtarfi, í samstarfi næst besti árangurinn.
Daníel hlaut kosningu sem varamaður stjórnar ILGA Europe.
Lagt til að stjórn hittist þar sem ILGA þríeykið deilir betur því sem þau lærðu á ráðstefnunni. Sú tillaga var samþykkt og stefnt á eins konar jólafundi stjórnar.
- Skráning á hatursglæpum
Daníel minnir stjórn á að fara yfir tilkynningaform svo hægt sé að koma því í notkun. - Umsagnir um lagafrumvörp
Þorbjörg segir frá umsagnarbeiðnum sem borist hafa samtökunum. - Viðburðir – hugmyndir (HIV, heimilisofbeldi)
Komið hafa hugmyndir að viðburðum.
HIV og prepp. Unnsteinn og Einar Þór hafa verið að vinna að svipuðum viðburði. Hugmynd að vinna að þessum viðburði á næstu önn.
Hjúkrunarfræðingar sem hafa nýlega hafið störf á A3 vilja gjarnan halda opin fræðslufund um
Svandís Anna hafði samband og hefur verið að vinna að verkefnu um heimilisofbeldi og vill gjarnan fá að kynna sínar niðurstöður.
Unnsteinn stingur upp á að samþætta þessa viðburði næsta aðalfundi og er tekið vel í það. - Viðburðir framundan – staðan
Bingó (8. desember)- Heiðrún fer yfir stöðu á bingó-málum. Óskar eftir hugmyndum að fyrirtækum til að tala við. Unnsteinn í bingónefnd. Stjórn hvött til að deila FB viðburði.
Félagsfundur – Sjá lið 2.
Bleikþvottur – Unnsteinn ræðir stöðuna. Verið er að skoða hvernig best væri að standa að þessu. Í ljósi anna er ákveðið að geyma viðburðinn fram á næstu önn, mögulega á aðalfundi.
Jólaglögg stjórnar og trúnaðarráðs – farið yfir ILGA málefni og jólaglaðst - nóvember – Minningardagur Intersex fólks. Rætt hvernig Samtökin geta sýnt samstöðu.
- desember – HIV dagurinn. Mikilvægi þess dags rætt og hnykkt á því að undirbúa viðamikinn viðburð á aðalfundi.
Aðalfundur – Dagsetning rædd. Tillaga að 7.-8. mars. - Aðild að NELFA
Stjórn samþykkir inngöngu í NELFA- Regnbogafjölskyldusamtök Evrópu. Félagsgjöld eru 100 evrur á ári.
Þorbjörg hafi samband við félag hinsegin foreldra og athugar hvort þau hafa áhuga á að koma að vinnu og samstarfi við NELFA. - Viðbrögð við samfélagsumræðu
Stjórn ræddi möguleg viðbrögð við umræðu um Samtökin ‘78. - Kjörnefnd
Stjórn hefur leitast eftir framboðum til kjörnefndar og telur að komin séu góð framboð. - Önnur mál
Rætt um að bjóða sjálfboðaliðum í partý í framhaldi af jólaglögg eða hafa viðburð strax í janúar. Ræða frekar á næsta stjórnarfundi.
Úthringikvöld vegna Regnbogavina 26. nóvember.
Á fundi stjórnar og trúnaðarráðs voru rædd kjörorð Samtakanna 78. Rætt hvernig nýta má þá vinnu.