4. fundur stjórnar
Starfsárið 2019-2020
2. maí 2019
Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Rúnar Þórir Ingólfsson, Rósanna Andrésdóttir, Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri), Edda Sigurðardóttir (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Sigurður Júlíus Guðmundsson
Ritari: Daníel E. Arnarsson
Fundur settur: 19.38
- Samþykkt síðustu fundargerðar
Stjórn les yfir fundargerð í sameiningu og er hún samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum. - Staðan á vinnuhópum
Nokkrir vinnuhópar eru starfandi hjá Samtökunum. Fyrst ber að nefna hóp um hælisleitendur og flóttafólk, vinnuhópurinn hefur fundað tvisvar sinnum síðan að hópurinn var skipaður á síðasta fundi.
Fjáröflunarnefnd: Einn fundur – ýmsar hugmyndir að fjáröflun ræddar. Daníel, Sjúlli, Edda, Viima líka boðið sig fram í nefndina.
HAGÓ-hópur: Aðgerðaráætlun nær tilbúin frá nefnd, lögð fyrir félagsfund á laugardaginn. Í kjölfar þessarar áætlunar vill stjórn taka næst á verklagsreglum fyrir hagsmunafélög sem tekur þá mið af þessari aðgerðaráætlun ásamt fleiri þáttum, t.d. fjárhagsáætlun, skráningu hjá RSK og endurskoðun ársreikninga. - Félagsfundur 25. maí
Kynning: Þorbjörg
Þarfagreining, fjármál og fjáröflun: Daníel
Helstu verkefni + frumvarp: Þorbjörg
HAGÓ: Unnsteinn
Bulsur og pylsur og meðlæti - ILGA Europe í Prag
Árleg ráðstefna ILGA Europe verður haldin dagana í Prag 23.-27. október 2019. Tillaga þess efnis að senda formann, alþjóðafulltrúa, framkvæmdastjóra og fræðslustýru á ráðstefnuna. - Stonewall dagurinn
Stonewall dagurinn er 28. júní. Þorbjörg, Agnes og Viima hafa áhuga á að halda fræðsluviðburð um Stonewall. Fleiri hugmyndir að gjörningum eru í burðarliðnum. Sjúlli og Unnsteinn sýna áhuga á því að taka þátt í skipulagi dagsins og munu stofna samráðsvettvang. - Afmælisrit
Afmælisritið stendur vel undir ritstjórn Hafdísar Erlu. Haldnir eru reglulegir ritstjórnarfundir og efni að berast í blaðið. Samstarf gengur vel. Gert er ráð fyrir útgáfu haustið 2019. - Hinsegin dagar
Stjórn veitir Hinsegin dögum afnot af húsnæðinu að Suðurgötu undir fræðsluviðburði. - Ísafjarðarferð
Ráðgjafi Samtakanna, Sigga Birna, mun vera á Ísafirði undir lok mánaðar og halda ráðgjöf fyrir Ísfirðinga ásamt því að halda fræðslu með starfsfólki félagsþjónustunnar. Möguleiki var á að halda opna fræðslu en ákveðið var að bíða með það þar til síðar. - Frumvarp um kynrænt sjálfræði
Formaður og framkvæmdastjóri sátu fund með bæði fangelsismálastofnun og trans teymum BUGL og Landspítalans í vikunni. Rætt hefur verið við þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. - Önnur mál
Trúnaðarmál – fært í trúnaðarbók
Fundi slitið: 21.44