Fréttir

Aðalfundur 2019

(English below)
Kæri félagi.
Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2019 verður haldinn sunnudaginn 3. mars kl. 13:00 að Suðurgötu 3.

Rétt til fundarsetu hefur félagsfólk með gilt félagsskírteini. Hægt er að greiða félagsgjöld við innganginn fyrir nýja félaga en greiðsluseðlar hafa verið sendir til allra félaga Samtakanna. Hægt er að skrá sig sem félaga hér.

Nýjum félagsskírteinum verður dreift á aðalfundinum en eftir aðalfund verður hægt að nálgast þau á skrifstofu Samtakanna í Suðurgötu 3.

Frestir:
Frestur til að senda inn lagabreytingar var til 3. febrúar
Frestur til að senda inn umsókn um hagsmunaaðild er til 17. febrúar.
Frestur til að bjóða sig fram í stjórn er til 17. febrúar
Frestur til að bjóða sig fram í trúnaðarráð er á fundinum sjálfum.
Athugið að kjörnefnd getur framlengt framboðsfrest skv. lögum.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrslur stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns til eins árs
8. Kjör þriggja einstaklinga í stjórn til tveggja ára
9. Kjör tíu einstaklinga í trúnaðarráð til eins árs
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
11. Önnur mál

Túlkun og aðgengi:
Fundurinn fer fram á íslensku. Aðgengisþarfir má senda á netfangið skrifstofa@gamli.samtokin78.is og verður allt kapp lagt á að mæta þeim. Húsnæði samtakanna er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.

Mikill vilji er hjá stjórn Samtakanna ’78 að túlka fundinn á önnur tungumál, ef þess er óskað þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en 25. febrúar.

Lagabreytingar:
Nokkrar lagabreytingar hafa borist og verða þær birtar opinberlega á vef Samtakanna, sunnudaginn 17. febrúar. Þess ber að geta að frestur til að senda inn lagabreytingatillögu er liðinn. Á aðalfundi er kosið um lagabreytingar og þarf aukinn meirihluta til að samþykkja þær.

Framboð til stjórnar:
Framboð til stjórnar verða birt á vef Samtakanna um leið og framboðsfresti lýkur. Ef kjörnefnd ákveður að framlengja framboðsfrest þá munu þau framboð sem berast eftir þann tíma birtast á vefnum jafnóðum. Sama verklag er viðhaft varðandi framboð til trúnaðarráðs, þ.e. birtingar á þeim frambjóðendum.

Ósk um hagsmunaaðild:
Tvö félög hafa sótt um að gerast hagsmunafélög Samtakanna ’78. Félögin eru: Félag ása á Íslandi (kt. 680318-1070) og Trans vinir – Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda transbarna og ungmenna á Íslandi (kt. 580219-1280). Á aðalfundi er kosið um hvort að þessi félög verði hagsmunafélög Samtakanna ’78. Það þarf einfaldan meirihluta til að samþykkja eða hafna.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar og verklagsreglur kjörnefndar:

Sjá hér.

Frekari upplýsingar:
Frekari upplýsingar um fyrirkomulag aðalfundarins og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má sjá í lögum félagsins, á vef samtakanna eða með því að hringja í skrifstofusímann, 552 7878.

Hlökkum til að sjá þig.

In English:
Samtökin’s general meeting will be held at Suðurgata 3, Sunday the 3rd of May.
All members who have paid the annual fee are eligible to partake in the meeting. You can find a bill for your membership fee in your online bank. You can sign up to become a member here.

New membership cards will be available at the general meeting and after that you can get yours at Samtökin’s office.

Deadlines:
If you are interested in knowing anything about the deadlines for the general meeting, please contact the office at skrifstofa@gamli.samtokin78.is or call us at 552 7878.

Accessibility and interpreting:
The general meeting will be held in Icelandic. Due notice that Samtökin’s headquarters at Suðurgata 3 are wheelchair accessible. If you wish to have an interpreter please let us know as soon as possible at skrifstofa@gamli.samtokin78.is

Candidates for the board:
Candidates for the board and the advisory council will be revealed at Samtökin’s website after the deadline closes, that is the 17th of February.

Something else?:
If there are any questions about anything regarding the general meeting please send us an e-mail to skrifstofa@gamli.samtokin78.is or call us at 552 7878.

See ya!